Snjóflóð féll á Ólafsfjarðamúla

Snjóflóð féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla um kl. 10:20 í morgun, 28. október. Flóðið var vott og hrúgaðist upp á og ofan við veginn þar sem það var nokkuð þykkt. Töluverð úrkoma var á svæðinu í gær og í morgun, en upp úr hádegi fór að draga úr henni og samkvæmt veðurspá heldur sú þróun áfram fram á kvöld. Vegurinn var opnaður á ný um kl. 14:30.

Myndina hér að neðan tók Árni Þorvaldsson:

20141028_110208

Heimild: blog.vedur.is