Snjóbrettahátíðin Snákurinn hafin á Siglufirði
Í dag laugardaginn 2. febrúar verður skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opið frá kl 10-16. Á svæðinu er gott veður til skíðaiðkunar og lífleg Snjóbrettahátíð. Steingrímur Kristinsson hefur birt myndir af atburðinum hér.
Í dag klukkan 13, hefst “Slopestyle” keppni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, þar er keppt á stökkpöllum og handriðum sem komið hefur verið upp í fjallinu fyrir þessa hátíð. Pylsupartí, tónlist og skemmtilegheit. Um kvöldið spilar og syngur MC Gauti á Allanum Siglufirði.
Á morgun, sunnudag, verður svo “Old school boardercross” hraðakeppni, þar sem fjórir keppa í einu, sá fljótasti vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skíðasvæðinu.
Kíkið á vefmyndavél frá svæðinu hér.
Heimild: http://skard.fjallabyggd.is/
Mynd úr vefmyndavél svæðisins kl. 12:30.