Snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri

AK Extreme snjóbretta og tónlistarhátíðin verður haldin dagana 12.  – 15. apríl og er þetta í sjötta sinn sem hún er haldin.

Dagskráin í ár er afar fjölbreytt og glæsileg. Þrír skemmtistaðir bjóða upp á fjölbreytta tónleikadagskrá þ.e. Græni Hatturinn, Pósthúsbarinn og Kaffi Akureyri. Meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem að koma fram eru:Agent Fresco, BlazRoca, Oculus, Óli Ofur, Intro Beats, ThizOne, Eldar, The Vintage Caravan, Endless Dark, Elín Ey, Gísli Pálmi, Konni Conga, Þórunn Antónía, Emmsjé Gauti og Captain Fufanu.

„Það er mikill uppgangur í snjóbrettaiðkun á íslandi og hefur landið verið að stimpla sig inn sem alvöru snjóbrettaþjóð undanfarin ár og í dag eigum við atvinnumenn í fremstu röð í sportinu,“ segir í fréttatilkynningu.

AK Extreme hefur boðið 16  keppendum að taka þátt í ár og er búist við harðri keppni í „Eimskips Big Jump“-keppninni þar sem menn berjast um AK Extreme gullhringinn. Í fyrra var mjög hörð keppni og 7000 manns mættu til að horfa á keppnina. Einnig verður haldin „Burn Jib“-keppni í göngugötunni.

„Eimskips Big Jumpið“ fer fram laugardaginn 14. apríl kl. 20:00 í Gilinu og „Burn Jib“-mótið fer fram  föstudaginn 13, apríl í göngugötunni kl. 19. Báðir þessir viðburðir eru opnir fyrir alla og er ókeypis aðgangur.

Sjá nánar hér: http://www.facebook.com/akxtreme

Heimild: Akureyri.net