Smit í grunnskólanum á Húsavík

Það eru staðfest covid smit meðal nemenda í Borgarhólsskóla á Húsvík. Nemendur og starfsfólk viðkomandi teyma fara í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá smitrakningarteymi almannavarna. Frá þessu er greint á vef skólans.

Nemendur komi ekki í skólann hafi þeir einhver af eftirtöldum einkennum: hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, höfuðverkur, bein-/vöðvaverkir, skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, kviðverkir og niðurgangur.

Í vetur eru 292 nem­end­ur í skól­an­um og er þeim skipt upp í fimm teym­is­hópa samkvæmt upplýsingum frá vefsíðu skólans.