Smit í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri

Staðfest hefur verið að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið.

Skólastjórnendur eru í nánu samstarfi við smitrakningarteymi um framhald málsins.