Smíðuðu spilaborð með leikjatölvu í Fjallabyggð

Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur sífellt á óvart með skemmtilegu námsframboði. Nýlega var kennt námskeiðið Raspberry Pi spilakassi, þar sem nemendur bjuggu til spilaborð með borði frá IKEA,  Raspberry Pi smátölvu, stýripinnum og hátalara. Tölvan var svo forrituð til að geta spilað klassíska leiki eins og Super Mario Bros sem gerð var fyrir Nintendo leikjatölvurnar vinsælu.

 

Alls voru smíðuð þrjú borð, gult, rautt og grænt. Nemendur MTR í þessum miðannaráfanga afhentu svo nemendum á elstu stigum Leikskólum Fjallabyggðar eitt borð á hvorn leikskóla og þriðja borðið fór á Grunnskólann í Ólafsfirði. Vakti þetta mikla lukku hjá börnum leikskólans og grunnskólans. Kennari á námskeiðinu var Eyþór Máni Steinarsson og er reiknað með að hann eigi eftir að koma aftur og kenna svipaðan áfanga síðar.

Mynd: mtr.is

 

Mynd: mtr.is