Smiðjur fyrir skapandi krakka í Skagafirði 8-10 ágúst

Aura – Menningarstjórnun býður börnum á aldrinum 9-13 ára upp á skapandi smiðjur í rit– og tónlist í Skagafirði.

Smiðjurnar eru tvær:

  • Ketilási mánudaginn 8.  ágúst kl. 10:00-14:00 og þriðjudaginn 9. ágúst kl. 14:00 sem endar með sýningu fyrir aðstandendur kl. 17:00.
  • Árgarði miðvikudaginn 10. ágúst kl. 10:00-14:00 og fimmtudaginn 11. ágúst kl. 14:00 sem endar með sýningu fyrir aðstandendur kl. 17:00.

Í smiðjunum verður unnið með texta og tónlist á skapandi hátt og verður afraksturinn sýndur í lok seinni dagsins fyrir aðstandendur.

Smiðjurnar eru öllum opnar, bæði heimamönnum og ferðalöngum og eru ókeypis öllum þátttakendum. Takmarkaður fjöldi getur tekið þátt í hvorri smiðju.

Skráning fer fram hjá Signýju í gegn um tölvupóst: signy@auraarts.net eða í síma 659-5945

Við skráningu þarf að koma fram nafn, aldur og hvort barnið hafi stundað formlegt tónlistarnám áður (reynsla af tónlistarnámi er ekki krafa).