Vinnuvélaverktakinn Smári ehf í Ólafsfirði fór í síðustu viku með vinnutækin sín í heimsókn í Leikhóla í Ólafsfirði, Leikskóla Fjallabyggðar. Verktakinn mætti með helstu vinnuvélar sem sinna hálkuvörnum og snjómokstri og gafst börnum og starfsmönnum leikskólans tækifæri að skoða tækin í návígi. Starfsmenn Smára höfðu jafn gaman að þessari heimsókn eins og unga kynslóðin á leikskólanum.

Flott framtak hjá Smára ehf.