Fjallabyggð opnaði tilboð í 1. áfanga vegna gerðar göngu og hjólastígar við þjóðveg í þéttbýli í gegnum Ólafsfjörð. Fjallabyggð fékk tvö tilboð í verkið og reyndist annað þeirra vera töluvert undir kostnaðaráætlun sem var 43.800.000 kr. Samþykkt var að taka tilboði frá Smára ehf upp á rúmar 36 milljónir í verkið.

Haldið var lokað útboð og gafst fimm fyrirtækjum kostur á að skila inn tilboði.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Sölvi Sölvason 47.175.820 kr.
  • Smári ehf 36.057.530 kr.

Kostnaðaráætlun 43.800.000 kr.