Smáforrit um Skagafjörð fyrir snjallsíma

Lifandi landslag er smáforrit sem leiðir notanda sinn um Skagafjörð. Forritið er svokallað ferðaapp, það er ókeypis að sækja það og tilgangur þess er að kynna skagfirskan menningararf og þá afþreyingu sem í boði er í Skagafirði. Í tilefni útgáfunnar verður útgáfuhóf í Miðgarði föstudaginn 26. júní kl. 20:00.

Forritið er það fyrsta sinnar tegundar á landinu, það staðsetur notandann og sýnir honum kort af Skagafirði. Á kortinu er fjöldi skilta með mismunandi táknum eftir því hvaða upplýsingum notandinn leitar eftir. Einungis þarf að íta á viðkomandi skilti og fá fram upplýsingarnar. Forritið er fyrir Android og Appel stýrikerfi og er ókeypis að nálgast það.