Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er á fullu að skipuleggja hvaða flokkar fara á Smábæjarleikana á Blönduósi um næstkomandi helgi 23. og 24. júní. Það er klárt að ekki verður hægt að fara með lið í 7. flokk á mótið vegna ónægrar þátttöku.

KF stefnir hins vegar að því að fara með tvö blönduð 6. flokks lið og eitt stráka lið í 5. flokki. 5. flokkur kvenna er að fara á Landsbankamótið á Sauðárkróki svo að þær geta ekki verið á tveimur stöðum í einu.