Undirbúningur fyrir knattspyrnumótið Smábæjaleika Arion banka 2014 er hafinn en mótið fer fram á Blönduósi líkt og síðustu ár. Mótið fer fram dagana 21. – 22. júní og verður keppt í 4., 5. og 6. flokki karla og kvenna og 7. og 8. flokki verða blönduð lið. Að vanda er mótið hugsað fyrir minni bæjarfélög þó einhverjar undantekningar hafi verið gerðar á því.
Dagskráin hefst á föstudeginum 20. júní en keppnin svo daginn eftir. Þátttökugjald er það sama og í fyrra eða 8.500 fyrir keppendur en innifalið í verðinu er gisting í eina eða tvær nætur, allar máltíðir, sundferð og öll onnur afþreying á vegum mótsins. Allar nánari upplýsingar fást hjá mótsstjóra í síma 896-7678 eða á netfanginu oggih@simnet.is.
Hægt er að skrá lið á mótið á heimasíðu Hvatar, www.hvotfc.is