Slysavarnadeildin á Dalvík fagnar 80 ára afmæli þann 21. maí nk. Af því tilefni verður deildin með opið hús í húsnæði sínu að Gunnarsbraut 6 laugardaginn 17. maí frá kl. 14:00-17:00 og þangað eru allir velkomnir í kaffi. Deildin hefur í gegnum tíðina komið að mörgum mannúðarmálum og sinnt fjáröflun fyrir mörg þörf verk.

Nú eru skráðar í deildina um 140 konur en stjórnina skipa: Arna Arngrímsdóttir, formaður, Kolbrún Gunnarsdóttir, varaformaður, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, gjaldkeri, Helga Dögg Sverrisdóttir, ritari, Sonja Kristín Guðmundsdóttir, Kristrún Þorvaldsdóttir, Anna Kristín Ragnarsdóttir og Elísa Rán Ingvarsdóttir.