Slökkviliðsstjóri fær tilboð í líkamsrækt fyrir sína menn

Í kjarasamningum hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum skal tryggður aðgangur að aðstöðu til að stunda líkamsrækt, til þjálfunar og viðhalds líkamlegu þreki sínu á almennum opnunartíma. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar óskað því eftir tilboði frá Fjallabyggð í árskort fyrir hvern slökkviliðsmann í líkamsrækt og sund.

Fjallabyggð hefur því samþykkt að veita Slökkviliði Fjallabyggðar 50% afslátt af árskorti í líkamsrækt íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.