Slökkviliðsæfing í Ólafsfirði

Slökkviliðið í Ólafsfirði hélt æfingu í morgun á gamla flugvellinum í Ólafsfirði þar sem ónýtar vinnubúðir sem notaðar voru í Héðinsfjarðargöngum voru bornar eldi. Reykkafarar fóru inn í húsið áður en kveikt var í en búið var að blinda grímurnar hjá þeim til að gera æfinguna raunverulegri. Húsnæðið var ónýtt og ónothæft áður en kveikt var í en slökkviliðið slökkti svo í glóðunum.

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar er Ámundi Gunnarsson og hefur hann aðsetur á Siglufirði.  Varaslökkviliðstjóri Fjallabyggðar er Þormóður Sigurðsson og hefur hann aðsetur í Ólafsfirði.

Ljósmyndir með fréttinni tók Jón Valgeir Baldursson.

Ljósmyndir: Jón Valgeir Baldursson
Ljósmyndir: Jón Valgeir Baldursson
Ljósmyndir: Jón Valgeir Baldursson

Ljósmyndir: Jón Valgeir Baldursson