Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar hefur fengið leyfi fyrir hönd Slökkviliðsins í Fjallabyggð að auglýsa til sölu einn af bílum slökkviliðsins.
Þetta mun vera elsti bíllinn slökkviliðsins,en það er Bens Unimog árgerð 1965.
Bíllinn hefur verið geymslu undanfarin ár og verður bráðum 50 ára.
Óvíst er hvað fæst fyrir bílinn. Ekki mun minnka öryggið í sveitarfélaginu vegna þessa fækkunar í bílaflota Slökkviliðs Fjallabyggðar.