Slökkvilið Fjallabyggðar hélt í dag kynningu á viðbragðsáætlunum fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga sem og viðbrögðum við við eldsvoða. Þá var einnig æfð skyndirýming í skólahúsnæðinu með starfsfólki, kennurum og nemendum. Þurftu nemendur meðal annars að fara út um glugga húsnæðisins.

Kennarar og starfsmenn fengu svo tækifæri til þess að æfa notkun á slökkvitækjum og eldvarnarteppi.

Slökkvilið Fjallabyggðar greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag ásamt myndum.