Börnin á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði fengu aðstoð Slökkviliðs Fjallabyggðar við að kæla sig niður í góða veðrinu í dag. Vatnsveggur slökkviliðsins var tengdur við dælubílinn og gátu krakkarnir hlaupið í gegnum bogann.
Sumarið er komið til Fjallabyggðar. Myndirnar eru frá slökkviliði Fjallabyggðar.