Slökkvilið Fjallabyggðar æfir viðbrögð við eldi í bifreið

Slökkvilið Fjallabyggðar mun í kvöld, þriðjudaginn 6. júlí, æfa viðbrögð við eldi í bifreið. Æft verður með brunateppi, vatni og froðu. Æfingin fer fram á Siglufirði á opnu svæði við enda Ránargötu nærri Óskarsbryggju, á milli klukkan 20:00-23:00.
Líklegt er að reykur muni stíga frá æfingarsvæðinu á meðan æfingin fer fram. Verði veður óhagstætt verður æfingunni frestað.
May be an image of útivist