Slökkvilið Fjallabyggðar æfði reykköfun og rey kræstingu í kjallara Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði í gærkvöldi. Mikilvægt er fyrir slökkviliðsmenn að fá að æfa í slíku húsnæði en kjallarinn er stór, ekki full lofthæð og gólf ekki steypt að fullu.
Kjallarinn var svo fylltur af reyk og fengu slökkviliðsmenn í Fjallabyggð það krefjandi verkefni að fara inn í rýmið og finna 1-2 “manneskjur” og koma þeim út. Einnig getur verið mikið verk að reykræsta slíkt rými eins og hér um ræðir og reyndi á útsjónarsemi og reynslu í þeim efnum.
Myndir koma frá slökkviliði Fjallabyggðar.