Slökkvilið Fjallabyggðar æfa í tveimur hópum vegna covid
Slökkvilið Fjallabyggðar hafa tekið æfingar í vikunni. Slökkviliðsmenn í Ólafsfirði og á Siglufirði æfa nú í sitthvoru lagi vegna fjölgunar smita í samfélaginu.
Að þessu sinni æfðu slökkviliðsmenn vatnsöflun og dælingu. Þannig var vatn var sótt á tankbíl í vatnsból og það ferjað að dælubíl sem sá um að koma vatninu út.
Slökkvilið Fjallabyggðar greindi frá þessu á vefsvæði sínu í gær.

