Slökkvilið Dalvíkurbyggðar hefur ákveðið að manna vaktir bæði á föstudags- og laugardagskvöld á Fiskidaginn mikla þar sem undanfarnar Fiskidagshelgar hefur Slökkvilið Dalvíkur ítrekað verið kallað út þessi kvöld. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt viðaukabeiðni frá Slökkviliðstjóra vegna þessara vakta að upphæð 505.712.

Þá hefur launaviðauki vegna nýrra kjarasamninga og breytinga í launaröðun hjá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar verið samþykktur, en gert er ráð fyrir 2.529.462 kr. í það.