Slökktu gróðureld við Hornbrekku í Ólafsfirði

Slökkvilið Fjallabyggðar fékk tilkynningu í morgun um gróðureld nærri Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Snör viðbrögð urðu til þess að fljótt tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu gróðureldsins sem var sem betur fer bara minniháttar.
Slökkviliðið Fjallabyggðar hefur vakið athygli á að hætta vegna gróðurelda er fyrir hendi. Hitastig fer hækkandi og gróður er víða mjög þurr. Fólk er beðið um að hafa þetta í huga og fara að öllu með gát.
Myndir: Slökkvilið Fjallabyggðar.