Slobodan framlengir við KF næstu 2 árin

Slobodan Milisic hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, en hann var samningslaus núna eftir tímabilið. Slobodan hefur verið þjálfari KF síðustu tvö tímabil og hefur verið uppgangur í liðinu á milli tímabila. Hann hefur unnið að því að setja sitt handbragð á liðið og fengið til liðsins lánsmenn og erlenda leikmenn til að styrkja ungan hóp heimamanna. Slobodan hefur meðal annars þjálfað lið KA og BÍ/Bolungarvík.

Liðið endaði í 3. sæti 3. deildar í ár og verður því byggt ofan á þann árangur. Búast má við að leikmannahópurinn breytist eitthvað á milli ára, en nokkrir ungir lánsmenn voru fastamenn með liðinu í sumar auk erlendra leikmanna.