Slasaðist á mótorhjóli í Skagafirði

Maður var á ferð með hópi á mótorhjólum í Gyltuskarði í Skagafirði í gær, féll af hjóli sínu og slasaðist á öxl. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var kölluð út til að sækja manninn. Ferðafélagar hans fluttu hann til móts við björgunarsveitina sem aftur flutti hann niður á þjóðveg 1 þar sem sjúkrabíll beið. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar.