Í Fjallabyggð hefur kólnaða verulega í veðri miðað við að hitinn var 15° á miðnætti þá er hitinn núna á Siglufirði 3 gráður og úrkoma. Í nótt var bálhvasst, frá 12-16 m/s og hviður 23-29 m/s í nótt á Siglufirði en hvassast var í gærkvöldi þar sem hviður náðu 35 m/s kl. 20:00.

Svipað veður er núna í Ólafsfirði en þar eru 4° hiti og 9 m/s og hviður 16 m/s.  Í nótt var vindur 15-18 m/s en hefur lægt aðeins í morgun. Í nótt voru hviður þar 23-30 m/s.

Mjög svipað veður var einnig í Dalvíkurbyggð í nótt en þar hefur einnig kólnað og lægt í veðri.

Veðurspá á Norðurlandi eystra frá Veðurstofunni:

Norðvestan 18-23 m/s og rigning eða slydda en snjókoma á heiðum og til fjalla. Líkur á versnandi færð á fjallvegum. Slæmt ferðaveður. Appelsínugul viðvörun er í gangi á Norðurlandi eystra fram til miðnættis í kvöld.