Skytta fækkar vargfugli í Fjallabyggð nokkrum sinnum á ári

Fyrirspurn barst til Fjallabyggðar þar sem spurt var hvernig málum væri háttað á Siglufirði varðandi eyðingu bjartmáfs, hvítmáfs, silfurmáfs og svartbaks.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar svaraði erindinu á eftirfarandi máta:

Við mikinn ágang máfa í Fjallabyggð er fengin til skytta sem hefur það verkefni að fækka vargfugli. Er þetta gert u.þ.b. þrisvar til fjórum sinnum á ári, fer þó eftir ágangi. Ekki er verið að skjóta friðaða fugla.