Skúlptúrar barna sýndir í Hrísey

Laugardaginn 27. september næstkomandi milli 14 og 16 verða skúlptúrar eftir börn í Hrísey til sýnis við hús Hákarla Jörundar. Börnin gerðu skúlptúrana á námskeiði í september. Námskeiðið var samstarfsverkefni Ferðamálafélags Hríseyjar, ungmennafélagsins Narfa og Akureyrarstofu og var styrkt af Menningarráði Eyþings. Kennari var Brynhildur Kristinsdóttir.

1908077_10153166548783572_7870141463827713385_n
Mynd: www.hrisey.net