Skrímsli á Akureyri

Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri gengu skrímsli á land á fimmtudaginn s.l. Þaðan var gengið á Minjasafnið í hersingu við hljómfagra tónlist með dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.

Þessi skrímslalæti eru unnin í samstarfi við Skapandi sumarstörf Akureyrarbæjar, trumbuleikarana Jón Hauk og Hjört, Volla blásara, hreyfilistafólkið Camilo, Urði og Birnu. Anne Balanant sér um tónlistina en Brynhildur Kristins klæðir skrímsli sem Anna Richards hefur taumhald á. Þórarinn Blöndal er yfirsæskrímslahönnuður verkanna á sýningunni.

Minjasafn Akureyrar 10446490_645318835560495_8581756928403692478_n 10419483_645318775560501_7947050236790379938_n