Skrifstofustjóri óskast í Hörgársveit

Skrifstofustjóri í Hörgársveit

 

Hörgársveit óskar að ráða skrifstofustjóra í fullt starf. Meginverkefni hans verður að sjá um alla daglega umsýslu vegna fjármála sveitarfélagsins og áætlanagerð í því sambandi. Skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra og vinnur náið með honum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Helstu kröfur um hæfni eru:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er æskilegt
  • Mikil færni í bókhaldsstörfum
  • Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhagsáætlana
  • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli
  • Færni í mannlegum samskiptum

 

Hörgársveit er við vestanverðan Eyjafjörð, næsta sveitarfélag norðan Akureyrar. Þar búa um 600 manns. Meginhluti sveitarfélagsins er dreifbýli, þéttbýli eru á Lónsbakka og Hjalteyri. Sveitarfélagið rekur m.a. grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirki, þjónustustöð og félagsheimili, auk þess að eiga samstarf við nágrannasveitarfélög um ýmsa rekstrarþætti.

Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 461 5476 og netfangi gudmundur@horgarsveit.is.

Umsókn um starfið ásamt ferilskrá með mynd sendist skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, 601 Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2012.