Skrifstofa Sjómannafélags Ólafsfjarðar lokar fyrir heimsóknir tímabundið

Vegna covid smita í samfélaginu verður skrifstofa Sjómannafélags Ólafsfjarðar lokuð tímabundið fyrir heimsóknir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Skrifstofan mun áfram sinna félagsmönnum í gegnum síma og tölvupóst á venjulegum skrifstofutíma sem er frá kl: 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudags og frá kl: 10:00-13:00 á föstudögum.
  • Skrifstofa sími 466-2434.
  • Ægir 847-8710.
  • Netfang: sjomannafelag@simnet.is