Skráning strandminja í Skagafirði

Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga hóf skráningu strandminja í Skagafirði árið 2012 og hefur nú skráð alla strandlengjuna, frá Skaga til Fljóta. Starfsmenn safnsins, sem höfðu á árinu 2012, unnið að ýmiskonar fornleifarannsóknum víða um Skagafjörð sáu og fengu ábendingar frá heimildamönnum um fjölda minja sem voru í hættu vegna landbrots af völdum sjávar, eða höfðu orðið fyrir raski af þess völdum. Skráðar hafa verið um 850 minjar á þessum tíma. Ákveðið var að sækja um styrk til Fornleifasjóðs til þess að skrá þessar minjar með það að meginmarkmiði að fá heildaryfirlit yfir strandminjar í Skagafirði. Fornleifasjóður styrkti verkefnið vel öll árin.

Nú hefur lokaáfanga verið náð og fimmta af fimm skýrslum um strandlengjuna, frá Hrauni í Fljótum að Hrauni á Skaga komin út.