Golfklúbbur Fjallabyggðar hefur auglýst 22 mót á mótaskrá sumarsins á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Fyrsta mótið er aðeins eftir rúmar 6 vikur, þann 4. júní, en það er Sjóarasveiflan sem er haldin í kringum Sjómannadagshátíðina í Ólafsfirði. Skráning í þetta fyrsta mót sumarsins í Ólafsfirði er hafin.

Það verður þétt dagskrá á golfvellinum í Ólafsfirði í júní, en 7 mót eru á dagskrá ef samkomutakmarkanir setja ekki strik í reikninginn. Miðvikudagsmótarröðin verður á sínum stað í allt sumar auk annara móta sem kylfingar þekkja vel til.

Þeir sem gista á Kaffi Klöru í Ólafsfirði fá sérstakt tilboð á vallargjöldum sumarsins á Skeggjabrekkuvelli. Þar eru einnig tilboð á gistingu og mat fyrir ferðamenn sumarsins.