Búið er að opna fyrir skráningu í Fjarðargönguna 2023. Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði 10.-11. febrúar 2023.  Á föstudeginum verður Nætur Fjarðargangan og á laugardeginum verður aðal keppnisdagurinn. Það verður boðið uppá 3/7 km, 15 km og 30 km skíðagöngur. Keppnishaldari er Skíðafélag Ólafsfjarðar. Það borgar sig að skrá sig strax en 500 númer verða í boði.
Skráning eins og áður, www.netskraning.is/fjardargangan
Drög að dagskrá 10.-11. febrúar 2023
Föstudaginn 10. febrúar:
Afhending gagna
Nætur Fjarðargangan kl 22:00
Laugardag 11. febrúar
08-10: Afhending gagna, brautarlýsing, útdráttarverðlaun.
11:00: Fjarðargangan – allir flokkar ræstir
13:00: Veitingar í Tjarnarborg,
15:00 Verðlaunaafhending.