Skráning hafin í Fjarðargönguna 2021

Í dag hófst skráning í Fjarðargönguna 2021 sem fram fer í Ólafsfirði laugardaginn 13. febrúar. Fjöldatakmörkun verður í gönguna, 300 manns geta tekið þátt.
Uppselt hefur verið í gönguna tvö undanfarin ár, 150 manns 2019 og 240 manns 2020.
Skíðagangan er gríðarlega vinsæl þessa dagana og hefur orðið algjör sprengja á áhuga landsmanna undanfarin ár. Fjarðargangan hefur verið ein af flottustu göngum landsins þar sem mikið er lagt upp með umgjörð og skemmtanagildi. Brautarlögnin er einstök þar sem gengið er eftir götum Ólafsfjarðar auk þess sem farið er út fyrir bæjarmörkin.
Hægt er að velja milli nokkra vegalengda í Fjarðargöngunni, 30km, 15km og svo skemmtigangan þar sem þátttakendur ráða um 7,5km eða 3,5km.
Nánari upplýsingar um gönguna má finna á Facebook síðunni Fjarðargangan, skráning fer fram á netskraning.is/fjardargangan