Nú geta kylfingar skráð sig á nokkur af vinsælustu golfmótum sumarsins á Siglógolf á Siglufirði á vegum Golfklúbbs Siglufjarðar.

Benecta Open verður haldið  24. júlí og verður spilað Texas scramble. Aðeins geta 26 lið geta skráð sig til leiks á því móti eða 52 kylfingar. Hámarksfjorgjöf karla er 24 og kvenna 28. Leiknar verða 18 holur og er skráningargjaldið 8000 kr. á lið. Nú þegar eru 12 kylfingar búnir að skrá sig þegar þessi frétt er skrifuð.

Þá er búið að opna skráningu fyrir ChitoCare Beauty Open golfmótið sem er kvennamót sem haldið verður þann 7. ágúst. Þar eru hámarkskeppendur 52. Leiknar verða 18 holur og er mótsgjaldið 5000 kr. Keppt verður í tveimur flokkum í punkta keppni. Sjö konur hafa skráð sig á fyrsta opnunardeginum.
Forgjöf 0 til 28.0
Forgjöf 28,1 til 54.

Næsta mót hjá GKS er hinsvegar meistaramótið sem fram fer dagana 8.-10. júlí á Siglógolf. Nú þegar hafa 22 kylfingar skráð sig auk 9 nýliða.

Mynd: Héðinsfjörður.is