Skráning hafin á fyrstu golfmót sumarsins á Siglufirði

Búið er að opna fyrir skráningu fyrstu mótanna hjá Golfklúbbi Siglufjarðar á Siglógolf. Rauðkumót 1 hefst miðvikudaginn 16. júni og verður vikulega í sumar eða í 10 skipti. Mótið Vanur/Óvanur verður 20. júní og Rauðkumót 2 23. júní. Hið vinsæla Jónsmessumót  verður svo haldið 26. júní og leiknar verða 9 holur. Hægt er að skrá sig í þessi mót á golf.is.

Gleðilegt golfsumar í Fjallabyggð.