Skráning er hafin á Pæjumótið 2013

Pæjumót TM  á Siglufirði árið 2013 fer fram helgina 09. – 11. ágúst.

Um 600 keppendur mættu til leiks á mótið 2012 og stefnt er að því að fjölga keppendum í um 800-900 þetta árið.

Undirbúningur fyrir mótið í ár er komið á fullt og skráning liða eru þegar hafnar. Bikarkeppnin sem sló rækilega í gegn á síðasta móti verður á sínum stað ásamt þekktum skemmtikröftum og mögulega verður boðið uppá nýja hluti á meðan á mótinu stendur.

Þátttökugjald á mótið er 10.500 krónur fyrir keppendur, frítt er fyrir einn þjálfara eða liðstjóra með hverju liði. Vilji lið kaupa armbönd fyrir fleiri þjálfara/liðsstjóra þá er gjaldið 6.000 krónur á armbandið.

Staðfestingargjald á hvert lið er 10.000 kr. (var 20.000.kr) og skal greiða gjaldið við skráningu á mótið eða í síðasta lagi þriðjudaginn 25. júní 2013 inná reikning 1102 – 26 – 3840 og er kennitala KF 700169 – 3839. Síðasti skráningardagur á Pæjumót TM árið 2013 er laugardagurinn 15. júní 2013.

Dagskrá og frekari upplýsingar á heimasíðu KF –www.kfbolti.is

Texti frá KFbolti.is