Skotmót á Ólafsfirði og skotpróf vegna hreindýraleyfa

Nýlega var fyrsta kvöldmót Skotfélags Ólafsfjarðar haldið og mættu 10 skyttur til leiks.  Skotin voru 50 skot eða tveir hringir og voru sumir ryðgaðir eftir veturinn en aðrir komu sterkir til leiks.  Fyrstu fjögur sætin voru eftirfarandi:

  • 1. Rögnvaldur Jónsson 42/50
  • 2. Jón Sæmundsson 40/50
  • 3. Ármann Viðar Sigurðsson 38/50 – 5/6 í bráðabana
  • 4. Dagur Ó. Guðmundsson 38/50 – 4/6 í bráðabana

Skotpróf vegna Hreindýraleyfa á Ólafsfirði

Einnig er hægt að þreyta skotpróf vegna hreindýraveiðileyfa hjá S.K.Ó. Skotdómarar eru þeir Guðmundur Árni Kristinsson.GSM.860-1922. og Ingimundur Loftsson.GSM.848-5879.