Skora á Fjallabyggð að kaupa búnað til kvikmyndasýninga

Skúli Pálsson íbúi í Ólafsfirði hefur skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar að fjárfesta í búnaði til kvikmyndasýninga í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Skúli hefur fundað með bæjarráði Fjallabyggðar og kynnt sínar hugmyndir. Samþykkt hefur verið að vísa erindinu til markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar. Skúli hefur einnig verið með verkefnið að setja upp vefmyndavélar í Ólafsfirði og heldur út síðunni Tindaöxl.com

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur jafnframt samþykkt að fela markaðs- og menningarnefnd að endurskoða og móta framtíðarstefnu fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, varðandi tilgang og nýtingu.  Niðurstaða skal liggja fyrir 1. apríl næstkomandi.

tjarnborg (Small)