Sýningin Sköpun og verk verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag frá kl. 13-17.

Meðal þátttakenda í ár eru Iðja – dagvist og verður hægt að fræðast um starfsemi þeirra.

Ástþór tattoo artist – Ástþór Árnason er Siglfirðingur og löngu orðinn landskunnur fyrir glæsileg Tattoo listaverk sín.  Hægt að kynna sér hvað hann hefur fram að færa og spjalla við þennan frábæra listamann.

Hans Jónsson er Akureyringur sem fluttist til Ólafsfjarðar fyrir rúmlega ári. Frá barnæsku hefur hann verið með gott auga fyrir list og fallegu handverki. Teiknað, málað, unnnið með neglur og leir. Heklið byrjaði þegar hann vantaði húfu en vatt hratt upp á sig og hefur hann æ síðan verið að skapa allt frá gluggatjöldum yfir í handstúkur í næstum áratug.

Hans hannar sínar eigin vörur og oft án þessa að skrifa niður uppskriftina, sumt er eftir áhugaverða aðra hönnuði. Hann er þekktastur fyrir drekagrifflunar sínar sem er hans eigin hönnun og uppskrift. Hans Jónsson verður með verk sín til sýnis og sölu í dag í Tjarnarborg.
Kvenfélagið Æskan tekur þátt í sýningunni en félagið var einn aðalhvatinn að ráðist var í byggingu Tjarnarborgar í Ólafsfirði. Kvenfélagið Æskan hefur alla tíð komið að mannúðarmálum í Ólafsfirði og lagt til fé og hjálp þar sem þurfa þykir og kom að byggingu og opnun Hornbrekku frá hugmynd til veruleika með fjárframlagi, vinnu og gjöfum á tækjum og húsbúnaði.
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og tattoo
Ástþór tattoo artist
Gæti verið mynd af innanhúss
Iðja Dagvist
May be a closeup of 1 einstaklingur og skegg
Hans Jónsson