Skolp flýtur í fjörunni við Húsavík

Fráveitumálum á Húsavík er ábótavant. Skolp flýtur í fjörunni en sveitarfélagið vinnur að því að að koma frárennslismálum sínum í viðunnandi horf.

Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum árum verið að vinna að því að tengja skólplagnir bæjarins í stofnæð sem liggur út fyrir hafnargarðinn. Búið er að tengja meirihluta bæjarins við lögnina en enn er þó eftir að tengja suðurhlutann og fer skolp frá þeim hluta bæjarins í Búðará sem rennur út í sjó fyrir neðan bæinn. Lögnin liggur í fjöruborðinu og á fjöru má auðveldlega sjá hvað heimamenn hafa verið að sturta niður í klósettin hjá sér. Eins er lögn, sem liggur frá sláturhúsinu, ótengd við stofnæðina og rennur skolp þaðan beint út í sjó.

Samkvæmt lögum frá 1999 er þess krafist af sveitarfélögum, sem losa sig við skolp í sjó, að lögnin nái það langt út í straum og dýpi að mengun í fjörum verði undir ákveðum mörkum.

Rúv.is greinir frá.