Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar vill hafa stöðu deildarstjóra áfram

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur lagt til að áfram verði ein staða deildarstjóra við Grunnskólann þrátt fyrir fækkun starfsstöðva úr þremur í tvær. Skólastjóri rökstuddi tillögu sína þar sem fram kom m.a. að nauðsynlegt væri að hafa stjórnanda til staðar á starfsstöðum skólans bæði vegna daglegra og faglegra starfa.

Þá þarf skólastjóri að vera sýnilegur í báðum skólabyggingum geta farið á milli starfsstöðva vegna funda.
Fræðslunefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að staða deildarstjóra verði áfram við Grunnskólann í Fjallabyggð til loka skólaárs 2015.

Þetta kemur fram í fundargerð Fræðslunefndar Fjallabyggðar þann 4. mars.