Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar segir upp starfi sínu

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2018. Jónína hefur starfað sem skólastjóri í skólanum undanfarin ár. Fjallabyggð mun auglýsa starfið á næstu vikum.

Jónína Magnúsdóttir tekur við starfi aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Jónína hefur hún verið í skólastjórnun frá árinu 1998 en hún var áður skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Siglufjarðar. Þá var hún einnig skólafulltrúi Siglufjarðarbæjar í tvö skólaár. Hún er að auki með góða kennslureynslu en hún hóf störf við kennslu haustið 1987 og starfaði sem kennari við Snælandsskóla í Kópavogi og við Grunnskóla Siglufjarðar.