Skólastjóri Árskógarskóla segir upp störfum

Skólastjóri Árskógarskóla í Dalvíkurbyggð hefur sagt upp störfum og tekur uppsögnin gildi frá og með 30. júní 2018.  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson hefur verið skólastjóri skólans og formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.  Lagt hefur verið til að staðan verði auglýst sem fyrst.  Skólinn hefur verið rekinn heildstæður frá árinu 2012 þegar Árskógarskóli og leikskólinn Leikbær sameinuðust. Börn geta verið í skólanum til 7. bekks en þá færast þau yfir í Dalvíkurskóla.

Myndir: Frá vef Dalvíkurbyggðar.