Skólaslit fyrir 1. – 5. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar verða í Siglufjarðarkirkju föstudaginn 2. júní, kl. 10:00 – 11:00.

Nemendur mæta í skólahúsið og ganga fylktu liði með starfsfólki upp í kirkju og eiga þar góða stund saman. Þeir foreldrar sem vilja geta komið og gengið með okkur frá skólahúsinu eða mætt beint í kirkjuna.

Skólarútan fer frá Ólafsfirði kl. 9:30 en nemendur frá Siglufirði mæta kl. 9:50 við skólahúsið í Norðurgötu.

Skólarútan fer til Ólafsfjarðar að athöfn lokinni.

 

Skólaslit fyrir 6. og 7. bekk verða í skólahúsinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði kl 12:30 og fer skólarúta frá Siglufirði kl. 12:00 og til baka að athöfn lokinni.