Skólasetning hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga

Skólasetning Menntaskólans á Tröllaskaga verður mánudaginn 20. ágúst kl. 08:10. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína en að því búnu hefst hefðbundinn skóladagur samkvæmt stundaskrá sem nemendur finna í Innu (www.inna.is). Skólabíll fer frá Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði klukkan 7:40 og Dalvíkurskóla klukkan 7:45 eins og verður áfram í vetur.