Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður 22. ágúst

Undirbúningur skólastarfs Grunnskóla Fjallabyggðar stendur nú yfir og eru starfsmenn skólans að undirbúa komu nemenda næstu daga.  Skólasetning fer fram miðvikudaginn 22. ágúst nk.,stundaskrár og ritföng verða afhent. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar.

Nemendur 1. bekkjar mæta í boðuð viðtöl til umsjónarkennara.
Nemendur í 2.-5. bekk mæta í skólahúsið á Siglufirði kl. 11:00. Skólabíll fer frá Ólafsfirði kl. 10:40 og til baka að lokinni skólasetningu.
Nemendur í 6.-10. bekk mæta kl. 13.00 í skólahúsið í Ólafsfirði. Skólabíll fer frá Siglufirði kl. 12:40 og til baka að lokinni skólasetningu.

Frístund
Nemendum í 1.-4. bekk stendur til boða að sækja Frístund að loknum skóladegi kl. 13:35-14:30. Frístund er tómstundastarf skipulagt af Fjallabyggð í samstarfi við tónlistarskóla, grunnskóla og íþróttafélög. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningar verða sendar í næstu viku í tölvupósti.

Lengd viðvera
Nemendur í 1.-3. bekk hafa möguleika á að sækja lengda viðveru kl. 14.30-16.00. Fyrir þá gæslu greiða foreldrar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningar verða sendar í næstu viku.

Heimild: Fjallabyggð.