Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki verður settur mánudaginn 21. ágúst kl. 08:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 09:45. Töflubreytingar fara fram kl. 09:45-18:00 á mánudag og þriðjudag. Heimavistin verður opnuð sunnudaginn 20. ágúst kl. 13:00. Skólinn býður einnig upp á fjarnám og er innritun lokið þar.

Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn á sal Bóknámshúss kl. 20:00, mánudaginn 21. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.