Skólasetning Árskóla á Sauðárkróki

Skólasetning Árskóla á Sauðárkróki fer fram í matsal skólans þriðjudaginn 22. ágúst sem hér segir:

  • 2. og 3. bekkur         kl. 09:00
  • 4. bekkur                 kl. 09:30
  • 5. og 6. bekkur        kl. 10:00
  • 7. bekkur                 kl. 10:30
  • 8. og 9. bekkur        kl. 11:00
  • 10. bekkur               kl.  11:30

1. bekkingar og foreldrar/forsjáraðilar þeirra verða boðaðir í viðtöl 23. og 24. ágúst.

Árskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur sem búa á Sauðárkróki, í Hegranesi, á Reykjaströnd og á Skaga. Í Árskóla vinnur sérmenntað starfsfólk  saman að því að mæta ólíkum einstaklingum með krefjandi verkefnum við hæfi hvers og eins. Unnið er í anda hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar og lögð er áhersla á að koma til móts við námsþarfir allra nemenda í skólahverfinu. Um 340 nemendur eru við skólann.